Almennir skilmálar Cibo Amore

Pantanir
Cibo Amore ehf (hér eftir nefnt Cibo Amore) tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist fyrir þær vörur sem pantaðar eru. Strax og greiðsla berst sendum við þér staðfestingu með tölvupósti og þar með er kominn á samningur milli þín og Cibo Amore.

Afhending vöru
Cibo Amore sér um að afhenda allar pantanir á umbeðnum afhendingarstað.

Ofnæmi og óþol
Cibo Amore tekur enga ábyrgð á ofnæmi eða mataróþoli viðskiptavina sinna. Á www.ciboamore.is geta kaupendur séð innihaldslýsingu á öllum seldum matvælum. Viðskiptavinir með óþol eða ofnæmi eru beðnir að hafa samband við Cibo Amore á netfangið ciboamore@ciboamore.is til að afla nánari upplýsinga um ofnæmisvalda.

Verð
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Cibo Amore sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.

Skattar og gjöld
Öll verð á www.ciboamore.is eru gefin upp með VSK og eru allir reikningar gefnir út í samræmi við það.

Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða fyrir pantaðar vörur á staðnum, með debetkorti, kreditkorti og staðgreiða. Cibo Amore notar örugga greiðslugátt frá Landsbankanum á Íslandi. Cibo Amore þarf hvorki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna. Viðskiptavinur velur vöru á vefsíðunni www.ciboamore.is og þegar kemur að greiðslu er hann fluttur yfir á Greiðslusíðu Verifone þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Greiðslusíða Verifone tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina eru meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila.

Skilaréttur
Eftir greiðslu fæst vara ekki endurgreidd nema að viðurkenndur galli komi upp eða röng vara hafi verið afgreidd.

Trúnaður og persónuupplýsingar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd.

Lög og varnarþing
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Mál sem rísa kunna vegna samnings þessa skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Cibo Amore áskilur sér rétt til að breyta skilmálum hvenær sem er.